sunnudagur, maí 4

Hypertufa pottar


hypertufa pots, upphafleg mynd frá mimpy.

hypertufa er sérstök aðferð við að steypa hluti. Í steypunni er lífrænt efni auk sands og sements. Þetta er oft notað til að búa til hluti fyrir garðinn. Ég gæti alveg hugsað mér líka að vinna með svona.

miðvikudagur, apríl 18

Hnífar og leirmótunarverkfæri

Maríella dóttir Ásrúnar benti mér á að Kempertools.com er með ýmis verkfæri til leirmótunar og eru hnífar þar (sjá þessa slóð). Það munar verulega í verði, miklu ódýrari og betri hnífar en fást hérna.

sunnudagur, mars 11

Hugrenningar um listhandverk


leirbolli, upphafleg mynd frá Salvor.

Ég er að lesa grein frá 13. okt. 2001 eftir Sören í Morgunblaðinu. Sören vitnar í listamann sem segir : "Sérkenni fegurðarinnar í nytjamunum er nándin (intemacy). Þar sem nytjamunir eru hluti af daglegu lífi okkar verður þessi nánd okkur nauðsynleg." - Soetsu Yanagi.

Sören segir frá þeim tíma þegar leirkerasmiðir í Danmörku bjuggu til sinn eigin leir: "Leirinn er gömlu leirkerasmiðunum heilagur hlutur og hann skyldi helst mjög gamall - þroskaður (líkt og gamall ostur) eins og það hét hjá gömlu leirkerasmiðunum í Danmörku, er unnu með rauð- eða bláleir sem þeir grófu úr jörðu. Leirinn var lagður í leirgröf í nánd við verkstæðið og geymdur þar í mörg ár. Sagan segir hafa verið til siðs að kasta vatni á leirinn þar sem þvagsýran gerir hann betri meðferðar - þjálli. Góðum dönskum vini mínum, sem skrifað hefur margar bækur um leirlist og leirvinnsluaðferðir, var fyrir mörgum árum boðið í heimsókn til þekkts Raku-meistara í Japan. Meistarinn var að vinna með leir sem grafinn hafði verið úr leirgröf fjölskyldunnar og vinur minn spurði hann: "Þegar þú gerir þinn eigin leir - hvenær er hann þá tilbúinn til notkunar?" Rakumeistarinn svaraði: "Ég nota ekki minn eigin leir - heldur barnabarn. Leirinn sem ég nota var unninn af afa mínum."

Hann talar um mótun, rennslu og glerungsgerð. Glerungur þarf að passa við leirinn, þarf að geta hreyfst með í brennslu og það eru margir möguleikar á skreytingum t.d. undir- og yfirglerjungslitir, leirlitir, málmsölt .

Svo talar hann um brennslu:
"Brennsla postulíns er vandasömust, þar sem postulínið á helst að vera þunnt og hálfgegnsætt - eitt af aðalsmerkjum þessarar leirtegundar. Vandinn er sá að við brennsluna - oft nær 1.320-1.350°C - verður postulínið mjúkt og krefst því að notuð séu stuðningsform sem kemur í veg fyrir að leirinn falli saman. Iðulega eru bollar brenndir á haus svo þeir verði ekki skakkir og þannig má lengi telja. Svo finnast einnig fleiri brennsluaðferðir og þar með mismunandi ofnar. Ein gerðin er kolaofninn sem Guðmundur frá Miðdal notaði á sínum tíma, en er sjaldan notaður

Eldiviðarofninn býður upp á spennandi vinnuferli, brennir miklum viði, en á móti kemur að mögulegt er að gera ótrúlega hluti í slíkum ofni. Ef ekki er ætlunin að fá svokallaðan öskuglerjung á gripina er nauðsynlegt að brenna þá í leirköppum, þar sem sálf viðaraskan sest á yfirborðið og myndar glerjung.

Gasofnar eru mikið notaðir enda góðir og einfaldir í notkun. Aðalkostur gasofnsins er sá að auðvelt er að breyta ferli brennslunnar, t.d. að brenna í afoxandi lofti (mikið gas - lítið súrefni) og hafa þannig áhrif á lit glerjungsins - jafnvel breyta honum í andstæðu sína. Þetta á sér stað varðandi hinn fræga Uxablóðsglerjung, en hann er fenginn með því að brenna koparglerjung - sem alla jafna verður grænn í rafofni - þannig að hann verður blóðrauður í afoxandi brennslu. Mér hefur verið sagt, að járnglerjungur sem brenndur var afoxandi í tvær vikur hafi orðið dökkblár, en verður annars rauðbrúnn í rafofni, sannarlega spennandi heimur.

."

þriðjudagur, mars 6

Ameríkuflísar

Hér er skemmtileg hugmynd að þemaverkefni, allir gera einhverja flís eða flatan keramikhlut í svipaðri stærð. Þetta var útstilling í tengslum við 11. september.

laugardagur, mars 3

Leirpottar eins og hnetur

Leirmunir seldir eftir vikt

Hér eru leirmunir sem seldir eru á markaði, það er ákveðið verð á kílóið.

Smáfígúrur úr leir


Chicas_Lindas, upphafleg mynd frá J.C. Rojas.

Hérna eru sniðugar leirkellingar með hatta og ker.

Nýtt úr brennslu


Freshly fired, upphafleg mynd frá 1f2frfbf.

Hér er mynd af hlutum nýkomnum úr saltbrennslu

Salt Kiln


Salt Kiln, upphafleg mynd frá 1f2frfbf.

Saltbrennsla

Fullur ofn, tilbúinn í brennslu


Filled kiln, upphafleg mynd frá Charles Haynes.

Hér er ofn fullur af glerjuðum hlutum.

mark hewitt kiln opening


mark hewitt kiln opening, upphafleg mynd frá maody.

Hlutir úr saltbrennslu (cc leyfi)

miðvikudagur, febrúar 21

Mót


Ég er byrjuð aftur á leirmótunarnámskeiði hjá Ásrúnu. Í gærkvöldi vorum við að gera litla hluti og ég prófaði að móta litla hluti eins og nælur úr postulínsleir. Áður höfðum við verið með grófan leir, skúlptúrleir. Mig langar til að prófa líka að móta leir í svona formum.

Ég velti fyrir mér hvernig hægt er að búa til svona mót sem smellast saman. Ég geri ráð fyrir að þau séu úr gipsi, við prófuðum fyrir jól að gera gipsmót og helltum svo í þau fljótandi postulínsleir.
Hér eru vefslóðir um hvernig eigi að búa til mót.
slip casting
ágætar byrjunarleiðbeiningar
http://www.basic-stuff.com/hobbies/ceramics/slip-casting.htm

lýsing á hvernig svona mótagerð fer fram í verksmiðju
http://ads.easyinfo.co.za/htm/custom/maranatha/tour.htm

http://www.dynacer.com/slip_casting.htm

http://ceramic-studio.net/ceramic-techniques/slipcasting/

http://www.facepots.com/production/factory.htm
http://www.lenham-pottery-models.co.uk/moldmaking/index_mold.html

miðvikudagur, desember 13

Ílát úr leir


检瓷, upphafleg mynd frá cidu_jdz_ren.

Uppréttar kisur


cats, upphafleg mynd frá mandybee123.

Skemmtileg form á kisum úr leir. Sérstaklega finnst mér flott að hafa þær svona bröndóttar. Ætli það sé hægt ef maður vinnur með hábrenndan steinleir?

Haus


jug5, upphafleg mynd frá JerryDoughnut.

Mig langar til að gera hauspotta og hér er athyglisverður stíll. Minnir mig svolítið á inkamyndir eða dýramynd því augun eru á hliðunum eins og á dýri sem þarf að óttast hættu. Samt eru vígtennur og munnur eins og á rándýri.