Ég ætla að prófa að gera leirlíkneski í svona stíl, ég held að þetta sé japönsk eða kínversk áhrif. Neflaust, langt á milli augna, ávöl og hringlaga form, eins og uppblásnar plastfígúrur. Hugsanlega sprettur þetta upp úr tölvuteikningu, auðveldast að teikna svona form í þrívíddarmyndum.
Höfuðið er í yfirstærð og gjarnan einhvers konar höfuð innan í höfði - svona eins og hetta sem lætur brúðuna líkja eftir dýri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli