föstudagur, desember 8

Verkfæri

Ég hef verið að vinna heima í leir og notað þá þau verkfæri sem til staðar eru í eldhúsinu hjá mér. Aðallega nota ég þó hendurnar. Ég nota skeiðar og hnífa til móta leirinn og sleifar til að berja hann til. Svo hef ég notað lítið skrúfjárn og nálar til að rista í leðurharðan leir.

Nú er hins vegar kominn tími hjá mér til að huga að betri verkfærum, ég sakna þess að hafa ekki heima hjá mér sérstök leirverkfæri eins og Ásrún er með í tímunum, sérstaklega finnst mér ég þurfa hnífa til að skera út leirinn og einhver verkfæri til slétta leirinn og búa til fíngerð form eins og andlitsdrætti.

Hér er mynd af leirverkfærum (pottery and clay sculpting tool kit) og er er upp talið nöfn á verkfærunum: "Loop Tool, Potter’s Rib. needle Tool, Ribbon Tool, Wood Modeling Tool, Toggle Clay Cutter, Synthetic Sponge and Scaper."

Tools of the trade

Engin ummæli: