sunnudagur, október 29
Leirvefur Ásdísar
Það er gaman að spá í hvað saga leirlistar á Íslandi er samofin hverfinu mínu og hverfi bernsku minnar Laugarnesinu, Gestur og Sigrún bjuggu hérna í nágrenninnu og leirverkstæði þeirra hét Laugarnesleir og svo býr Kogga að ég best veit ennþá í Laugarnesfjörunni þar sem braggahverfi bernsku minnar stóð.
Ég fann síðu um sýningu leirlistakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur f. 1934. Steinunn bjó á Hulduhólum í Mosfellssveit og hérna er vefurinn Hulduholar.com sem fjallar ítarlega um list Steinunnar.
þriðjudagur, október 17
Að búa til teketil
Hérna er myndasafn á flickr sem fer í gegnum það þrep fyrir þrep hvernig má búa til teketil úr steinleir.
Slóðin er:
http://flickr.com/photos/quinn/sets/345257/
mánudagur, október 16
Leirstyttur í garði í Berlín
Ég var hrifin af þessum leirstyttum sem munu vera í almenningsgarði í Berlín. Þessi stíll passar vel við jólastyttur úr íslensku vetrarríki.
Hátíð hinna dauðu
Ég er að spá í að búa til einhverja fígúru sem tengist halloween eða dia del las Muertas. Nú eða bara haustinu og fallvaltleika heimsins.
Leirmenn
það er hrjúf áhrif og jarðtónar. Svona leirmenn myndu passa vel við efni eins og steinleir.
haniwa veggskreyting
Hér er veggskreyting á húsi í Japan, hugmyndin er sótt í haniwa fígúrur sem oft eru á leiðum og í kirkjugörðum.
Fígúrur í plastleir
Þetta eru fígúrur gerðar í "polymer clay" sem ég held að sé föndurleir eða plastleir sem ekki þarf að hita. Ég þarf að kynna mér það nánar.
Japanskur siður haniwa leirstyttur
Það er gamall siður í Japan að setja leirstyttur sem nefnast haniwa á leiði og í kirkjugarða.
Fleygrúnir
Það væri sniðugt að búa til mynstur á leirkrúsir sem sótt væri til fleygrúna en það voru einmitt eitt fyrsta form á ritmáli - tákn mótuð í blautan leir.
Leirhænur
Sniðugt viðfangsefni, það verður að móta marga hluta og tengja þá svo saman með vírum og gormum. Ég velti fyrir mér hvort vírarnir fari með í brennsluofninn.
Hestur frá Kína
Forn leirhestur frá Kína. Ég er að spá í hvort ég gæti gert íslenskan hest sem er líka svona stuttfættur og haft hann með hnakk. Svo gæti ég líka gert reiðmann.
Leirskúlptúr frá Perú
Þetta er leirmynd frá Mochica menningu í Perú fyrir daga Inkamenningarinnar. Þessi mynd kom frá flickr notandanum ivoinperu og ég fann hana undir Creative Commons og breytti henni (tók út bakgrunn og þess háttar).
Brennsluofn búinn til úr búðarkerru
Allt verður nýtum að nokkru. Sjá nánar:
www.ramonfort.com/espanol/esp_wali.htm
laugardagur, október 14
Hér er leirlistamaður að tala um andlitspotta sem hann gerir. Ég ætla líka að prófa að gera andlitspott.
Ég er núna að skoða stuttmyndir á Youtube merktar með "clay" og sá þá þessa sem er dæmi um hvað krakkar geta gert með því að taka eina mynd í eina af leirfígúrum.