sunnudagur, október 29

Leirvefur Ásdísar

Nemandi minn Ásdís Guðjónsdóttir gerði vefinn LEIR árið 2005. Ásdís er listamaður og vefurinn er afar fallegur og fróðlegur, þar eru til dæmis sérstök síða um sögu leirlistar á Íslandi, allt frá Guðmundi frá Miðdal til Koggu. Mér fannst gaman að rifja upp sögu leirsmiðjunnar Funa. Móðir mín vann um tíma í Funa og ég á einn leirbolla sem hún gerði þar. Svo á ég einhvers staðar mynd af starfsfólkinu í Funa í vinnuklæðum við leirmunina. Á þeim myndum er einnig Ásta skáldkona en hún vann í Funa á sama tíma og móðir mín Ásta.

Það er gaman að spá í hvað saga leirlistar á Íslandi er samofin hverfinu mínu og hverfi bernsku minnar Laugarnesinu, Gestur og Sigrún bjuggu hérna í nágrenninnu og leirverkstæði þeirra hét Laugarnesleir og svo býr Kogga að ég best veit ennþá í Laugarnesfjörunni þar sem braggahverfi bernsku minnar stóð.

Ég fann síðu um sýningu leirlistakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur f. 1934. Steinunn bjó á Hulduhólum í Mosfellssveit og hérna er vefurinn Hulduholar.com sem fjallar ítarlega um list Steinunnar.

þriðjudagur, október 17

Að búa til teketil


creating the teapot cylinder, upphafleg mynd frá quinnums.

Hérna er myndasafn á flickr sem fer í gegnum það þrep fyrir þrep hvernig má búa til teketil úr steinleir.
Slóðin er:
http://flickr.com/photos/quinn/sets/345257/

mánudagur, október 16

Leirstyttur í garði í Berlín


Clay figures in park in Berlin, upphafleg mynd frá Salvor.

Ég var hrifin af þessum leirstyttum sem munu vera í almenningsgarði í Berlín. Þessi stíll passar vel við jólastyttur úr íslensku vetrarríki.

Hátíð hinna dauðu


Dia de las Muertas figures, upphafleg mynd frá tinalouise.

Ég er að spá í að búa til einhverja fígúru sem tengist halloween eða dia del las Muertas. Nú eða bara haustinu og fallvaltleika heimsins.

Leirmenn


centering, upphafleg mynd frá metoc.

það er hrjúf áhrif og jarðtónar. Svona leirmenn myndu passa vel við efni eins og steinleir.

haniwa veggskreyting


haniwa, upphafleg mynd frá designdept.

Hér er veggskreyting á húsi í Japan, hugmyndin er sótt í haniwa fígúrur sem oft eru á leiðum og í kirkjugörðum.

Fígúrur í plastleir


TheKillers, upphafleg mynd frá moleratsgotnofur.

Þetta eru fígúrur gerðar í "polymer clay" sem ég held að sé föndurleir eða plastleir sem ekki þarf að hita. Ég þarf að kynna mér það nánar.

Leirfólk


Field, upphafleg mynd frá Trois Tetes (TT).

Skemmtilegt verkefni, hvert barn gerir eina leirfígúru í leirþjóðina.

Blómálfar


Haniwa, upphafleg mynd frá tetzl.

Þessar haniwa styttur eru eins og blómálfar eða jarðálfar.

Japanskur siður haniwa leirstyttur

Það er gamall siður í Japan að setja leirstyttur sem nefnast haniwa á leiði og í kirkjugarða.

Hammurabi cuneiform


Hammurabi cuneiform, upphafleg mynd frá stevenbeil.

Skrifað á vegginn


Cuneiform, upphafleg mynd frá evrimnazli.

Hér er skrift (fleygrúnir e. cuneiform) á musterisvegg í Tyrklandi.

Fleygrúnir


Cuneiform script, upphafleg mynd frá dwaas76.

Það væri sniðugt að búa til mynstur á leirkrúsir sem sótt væri til fleygrúna en það voru einmitt eitt fyrsta form á ritmáli - tákn mótuð í blautan leir.

Steypuklumpur með keramík


camel. light., upphafleg mynd frá Bright Green Pants.

Leirstytta í garði


Podarge, upphafleg mynd frá RayCreation.

Leirinn málaður


Painter girls, upphafleg mynd frá Kien_4x4.

Renndur leir


Give it a shape, upphafleg mynd frá Kien_4x4.

Leirkonur


Girls, upphafleg mynd frá Kien_4x4.

Einföld form, mismunandi útfærslur.

Keramíkmálun


Phu` La~ng Ceramic painting, upphafleg mynd frá Kien_4x4.

Það gæti verið gaman að mála á svona stórar flísar

Leirhænur


Ceramic Hens, upphafleg mynd frá Tama Leaver.

Sniðugt viðfangsefni, það verður að móta marga hluta og tengja þá svo saman með vírum og gormum. Ég velti fyrir mér hvort vírarnir fari með í brennsluofninn.

Leirkerasmiður í Tælandi


Ceramics Artist, upphafleg mynd frá ocherdraco.

Leirflísar frá Portúgal


Portugal's ceramics..., upphafleg mynd frá Lothann.

Ég hugsa að þetta séu ekki haldgerðar flísar.

Leirkúlur úr Raku brennslu


rakuhelmet, upphafleg mynd frá Lalallallala.

Mannstu eftir sumrinu?


Remember summer?, upphafleg mynd frá Lalallallala.

Að vinna höfuð í leir

Hestur frá Kína


Western Jin Horse 1, upphafleg mynd frá mharrsch.

Forn leirhestur frá Kína. Ég er að spá í hvort ég gæti gert íslenskan hest sem er líka svona stuttfættur og haft hann með hnakk. Svo gæti ég líka gert reiðmann.

Leiruxi frá bronsöld, Kýpur

Leirflísar


mosaikflisar, upphafleg mynd frá Salvor.

Litskrúðugar leirflísar frá Ítalíu.

Leirskúlptúr frá Perú


ivoinperu-Mochica, upphafleg mynd frá Salvor.

Þetta er leirmynd frá Mochica menningu í Perú fyrir daga Inkamenningarinnar. Þessi mynd kom frá flickr notandanum ivoinperu og ég fann hana undir Creative Commons og breytti henni (tók út bakgrunn og þess háttar).

Brennsluofn búinn til úr búðarkerru 2


Shopping Cart Kiln, upphafleg mynd frá sparker_leavy.

Hérna er ofninn

Brennsluofn búinn til úr búðarkerru


Shopping Cart Kiln, upphafleg mynd frá sparker_leavy.

Allt verður nýtum að nokkru. Sjá nánar:
www.ramonfort.com/espanol/esp_wali.htm

laugardagur, október 14

Pottery 101 - introduction
Opening my bisque (first firing) kiln 5 Sept 06
Glaze kiln 20060922
Glazed stuff ready for the kiln
Soda Kiln Opening (Aug 2006)
Spraying Soda into a Hot Kiln
Pottery School Pitfire on the Beach
Sondahlpots
Bishnoi Pottery

leirgerð í Indlandi - Bishnoi potter in country near Jodhpur, Rajasthan
Dang Files
Wayne Dang's The Sculptor
clayman (stop motion)
clayman (stop motion)
Red & Green
Clay Faces
Hive Gallery Artifacts
Andlitspottar

Hér er leirlistamaður að tala um andlitspotta sem hann gerir. Ég ætla líka að prófa að gera andlitspott.
Throwing cups and a bowl off-the-hump
Throwing on the potter's wheel, part 1
Throwing bottle on a kick wheel
Raku brennsla í öskutunnu
Raku brennsla tónlist

skemmtileg og listræn sena.
Raku brennsla tónlist

skemmtileg og listræn sena.
Raku brennsla

Ég vissi ekki að raku brennsla færi svona fram. Skrýtinn ofn sem þau eru að nota.
Smámistök

Eitthvað fór úrskeiðið í að renna potta.
Renndir pottar

Fín stuttmynd.
Renndir leirpottar 3
Renndir leirpottar 2
Renndir leirpottar 1

Svona rennir maður leirpotta.
Stuttmynd með leirköllum

Ég er núna að skoða stuttmyndir á Youtube merktar með "clay" og sá þá þessa sem er dæmi um hvað krakkar geta gert með því að taka eina mynd í eina af leirfígúrum.

Blogg um leir

Ég er núna á leirmótunarnámskeiði og ákvað að setja upp blogg með ýmsu því viðvíkjandi. Ég hef farið í tvo tíma, í fyrsta tímanum þá lærðum við að gera leirpotta og í næsta tíma þá lærðum við að byggja upp potta úr pylsum eða rúllum. Í næsta tíma munum við að ég held fara í hvernig við fletjum út leir.