miðvikudagur, desember 13

Ílát úr leir


检瓷, upphafleg mynd frá cidu_jdz_ren.

Uppréttar kisur


cats, upphafleg mynd frá mandybee123.

Skemmtileg form á kisum úr leir. Sérstaklega finnst mér flott að hafa þær svona bröndóttar. Ætli það sé hægt ef maður vinnur með hábrenndan steinleir?

Haus


jug5, upphafleg mynd frá JerryDoughnut.

Mig langar til að gera hauspotta og hér er athyglisverður stíll. Minnir mig svolítið á inkamyndir eða dýramynd því augun eru á hliðunum eins og á dýri sem þarf að óttast hættu. Samt eru vígtennur og munnur eins og á rándýri.

mánudagur, desember 11

Fimo leir


Pyjama doll 6, upphafleg mynd frá michal_gubi.

það væri gaman að prófa svona Fimo leir.

sunnudagur, desember 10

Sólbökuð leirhús Taos Pueblo

Leirfólk frá Snailbooty


Twins after Dark, upphafleg mynd frá snailbooty.

Skemmtilegar leirstyttur úr einhvers konar postulínsleir.

Efnafræði og leir


C/9½ Redux Floating Blue, upphafleg mynd frá Tournette.

Leirmótun og glerjun leirs er mjög nátengt efnafræði. Sennilega verða allir sem vilja ná árangri með leir að læra smávegis í efnafræði til að geta sjálfir blandað sína glerunga.

Það hvernig leir myndast og hinir mismunandi eiginleikar eru hluti af jarðsögu heimsins. Leir sem er að harðna umbreytist úr deigi yfir í leðurhart efni sem auðvelt er að rispa í og síðan í brothættan leir. Eftir brennslu en komið allt annað efni, agnirnar hafa límst saman. Eftir glerungsbrennsluna þá hefur annað efni runnið yfir yfirborðið og bráðnað þar.

Það er líka nauðsynlegt að læra um efnafræði út af öryggissjónarmiðum og hollustuháttum. Glerungar eru sérstaklega varasamir.

Það eru til leirlistamenn sem sameina þetta, sjá t.d. flickr notandann http://www.flickr.com/photos/potier/ en hann er sérfræðingur í eitrunum og hefur skrifað bók um það. Hann býr gjarnan til sína glerunga úr úrgangsefnum úr verksmiðjum í nágrenni þess þar sem hann býr.

Meira um verkfæri

Nokkur áhugaverð verkfæri sem ég fann á chineseclayart
Verkfæri til að búa til hreistrið á drekum, mót fyrir flísar (asserted tile cutters), mótunarverkfæri (steel trim tools), sleði til að skera margar leirflísar í einu (multi slab cutter)



föstudagur, desember 8

Verkfæri

Ég hef verið að vinna heima í leir og notað þá þau verkfæri sem til staðar eru í eldhúsinu hjá mér. Aðallega nota ég þó hendurnar. Ég nota skeiðar og hnífa til móta leirinn og sleifar til að berja hann til. Svo hef ég notað lítið skrúfjárn og nálar til að rista í leðurharðan leir.

Nú er hins vegar kominn tími hjá mér til að huga að betri verkfærum, ég sakna þess að hafa ekki heima hjá mér sérstök leirverkfæri eins og Ásrún er með í tímunum, sérstaklega finnst mér ég þurfa hnífa til að skera út leirinn og einhver verkfæri til slétta leirinn og búa til fíngerð form eins og andlitsdrætti.

Hér er mynd af leirverkfærum (pottery and clay sculpting tool kit) og er er upp talið nöfn á verkfærunum: "Loop Tool, Potter’s Rib. needle Tool, Ribbon Tool, Wood Modeling Tool, Toggle Clay Cutter, Synthetic Sponge and Scaper."

Tools of the trade

sunnudagur, desember 3

Höfuð


, upphafleg mynd frá Jeff Voorhees.

Ég ætla að prófa ap búa til lítið höfuð úr leir. Seinna ætla ég að prófa að gera stærri leirhöfuð sem eru opin að ofan og eru líka blómapottar þar sem gróðurinn flæðir niður eins og hár.

Ennþá ein leirbrúðan


, upphafleg mynd frá Taz etc..

Mér finnst þessar leirbrúður svo skemmtilegar og einfaldar. Það væri gaman að gera nokkrar brúður í þessum stíl

Málað á leir


, upphafleg mynd frá Taz etc..

Ég ætla að prófa að mála á rauðleir sem er aðeins brenndur einu sinni. Svona fígúrur væri sniðugar til að prófa það.

Leirbrúður


, upphafleg mynd frá Taz etc..

Ég ætla að prófa að gera leirlíkneski í svona stíl, ég held að þetta sé japönsk eða kínversk áhrif. Neflaust, langt á milli augna, ávöl og hringlaga form, eins og uppblásnar plastfígúrur. Hugsanlega sprettur þetta upp úr tölvuteikningu, auðveldast að teikna svona form í þrívíddarmyndum.

Höfuðið er í yfirstærð og gjarnan einhvers konar höfuð innan í höfði - svona eins og hetta sem lætur brúðuna líkja eftir dýri.

Sandmótun


P9270878, upphafleg mynd frá juicyrai.

"sand casting" er einhvers konar tækni til að búa til mót úr sandi.

miðvikudagur, nóvember 29

Rjúpnaflokkur


Rjúpa Rock Ptarmigan, upphafleg mynd frá omarrun.

Ég var að skoða íslenskar myndaflokk um rjúpur. Ég er núna að klára rauðleirinn og ég gæti alveg hugsað mér að gera nokkrar rjúpur í vetrarbúningi og glerja þær með hvítum glerungi. Reyna að láta sjást sums staðar í brúnan leirinn svona eins og breytingu milii vetrar- og sumarbúnings.

Rjúpur hafa fallegt form sem fer vel í leir. Ég á litla leirstyttu af tveimur rjúpum í sumarbúningi frá Funa. Annars skrifaði ég á sínum tíma grein um rjúpur á íslensku Wikipedia.

þriðjudagur, nóvember 28

Frá Ásrúnu: glerungar og leir, söluaðilar o.fl.

Þessar upplýsingar eru teknar beint af vefsíðu Ásrúnar

Um söluaðila:
1) P Guðmundsson ehf flytur inn vörur frá Potterycrafts LTD
P.Guðmundsson ehf.,
Sogavegi 146, 108 Reykjavík,
sími/fax 5532484, gsm 893-5701.
2) Glit (sölusíða)

Um leirinn
Rauðleir P 1320
Steinleir P1400
Leir fæst í 25 kg pokum. Ásrún brennir rauðleir P1320 í 1000°, 1200° ef aðeins er brennt einu sinni en 1260° þegar rauðleir er glerjaður með hábrennsluglerungum. Steinleir P1400 er alltaf brenndur fyrst í 1000° , síðan glerjaður og brenndur aftur í 1260°

Um glerunga:

Sjá glærur frá Ásrúnu um glerunga
Glerungagrunnur:
Pottaska Feldspar P3316 ( hlutföll 85% af Feldspar á móti
15% Whiting )
Whiting P3346

Litur saman við glerungagrunn:
BLÁTT Cobalt Carbonate P3402 1-3%
GRÆNT Copper carbonate P3404 3-7%
Járnoxýð P3411
hvítt/glært Titanium dioxide P3362 (3% fyrir hálfglæran 6% fyrir hvítan)
Í hafraglerung þarf auk þess Dolomite P3315 China clay P3309"

Önnur áhöld og efni:
Sigti
60 eða 100 (göt á tommu)
Vax (Wax emulsion resist P3384)

Hér er viðbót um það sem ég hef fundið um glerunga á Netinu

Eldfjallaglerungar 2005

frá Eldsto.is en þar eru dæmi um Búðardalsglerunga

Glerungalitir Terracolor

Glerungur me ð úraníum (ábyggilega baneitrað)


Svo er hér tengill í nám í keramikdeild myndlistaskólans í Reykjavík


Kogga og fleiri íslenskir leirlistamenn

Ein af fremstu leirlistamönnum á Íslandi er Kogga. Hún hefur sérstakan stíl og nú er ég að spá í hvernig hún fer að því að ná fram þessum litabrigðum á leirmunum. Það er sérstakur vefur www.kogga.is um hana en þar vantar því miður kaflann um tæknileg atriði. Ég skoðaði líka síðu um Koggu á UMM
og hún sagði mér akkúrat ekkert um list hennar. Ég velti fyrir mér hvaða tilgang svona vefir eins og UMM hafa. Mér virðist enginn tilgangur í dag fyrir almenning að slíku og sumt er bara stuðandi og sýnir hvað svona upplýsingaveitur eru á skjön við nútímann. það er löng klásúla á öllum síðum um höfundarréttarlög. Af hverju í ósköpunum eru ekki einhverjar myndir t.d. ein eða tvær hjá hverjum listamanni sem eru með CC höfundarréttarleyfi? Ef svo væri þá gætu skólanemar notað myndirnar til að kynna viðkomandi höfunda og búa til efni um myndlist. Ég gæti t.d. notað myndir frá íslenskum leirlistamönnum á þessu bloggi til að fjalla um leirlist hérlendis. Mér sýnist þessi vefur UMM vera alveg steinrunninn og þjóna litlum tilgangi í dag nema bara sem uppflettirit fyrir listfræðinga og þá sem stjórna sýningahaldi. Meira segja myndirnar af verkunum eru allt of litlar og óskýrar að þær gefa ekki nógu góða mynd af list viðkomandi. Svo fann ég engar myndir af verkum Koggu. Reyndar er sennilegt að þessi vefur sé bara nokkurra ára gamall og ekki haldið við.

Annars fann ég hérna vefsíður Kristínar um leirlist
hér sýnir hún hvernig hún býr til leirskál með laufblaðsmynstri

Hér er UMM síðan um Ólöfu Erlu Bjarnadóttur
og hér er vefsíðu Kirsuberjatréssins

Handverk og hönnun er með lista yfir leirlistamenn

Þóra Breiðfjörð
Kristín Sigfríður ( subba.is)
Helga Kristín Unnarsdóttir er með myndasíðu af verkum sínum
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir (ash.is)

Ég sé líka sums staðar á sveitabæjum eru leirmunagerð eins og leirhestar.is
Um leirvinnustofuna Okkur

fimmtudagur, nóvember 23

Leirhlutir sem ætlað er að snerta matvæli

Það geta verið ýmis eiturefni svo sem blý og cadmium í glerungi á leirmunum. Blý getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og valdið blóðleysi hjá fullorðnum en skert vitsmunaþroska barna. Kadmúm safnast fyrir í líkamanum og veldur nýrnatruflunum og beinskemmdum og getur haft áhrif á frjósemi.

Umhverfisstofnun hefur gefið út Nýjar reglur um leirhluti sem ætlað er að snerta matvæli en samkvæmt reglugerð frá 30. maí sem byggð er á tilskipunum Evrópusambandsins.

Glerungur á leirmunum getur innihaldið blý og kadmíum og reglugerðin kveður á um hvert hámark þessara efna má vera. Vísbendingar eru um að leirhlutir sem eru ríkulega litskreyttir geti innihaldið mikið magn af blýi, kadmíum og öðrum þungmálmum. Aldrei má nota leirhluti sem geymslu undir matvæli nema öruggt sé að þeir séu sérstaklega gerðir til þess. Sérstaklega skal varast að nota leirhluti undir súr matvæli eins og ávaxtagrauta, ávaxtasafa og vín.

Skrifleg yfirlýsing skal fylgja leirhlutum sem seldir eru á evrópska svæðinu. Leirhlutur er hlutur sem fást þegar blanda af kísil og leir er hert í eldi. í blöndunni getur einnig verið lítið magn lífrænna efna. Leirhluti má glerhúða, smelta og skreyta.

Sjá einnig glærurnar Leirhlutir og önnur umbúðaefni í snertingu við matvæli

sunnudagur, nóvember 19

Leirsvínahjörð í garðinum

Því miður skemmir næturfrost leirmuni, það er sennilega ekki hægt að sleppa svona leirdýrahjörð á beit í íslenskum görðum.

Laufblöð og dúkar


Clay Pressing - step 1, upphafleg mynd frá its a bronwyn.

Það er hægt að pressa mynstur og form í leir með því að nota laufblöð og svo útsaumaða dúka. Þetta er sama tækni og steingervingar - dýrin eru löngu horfin en mót þeirra varðveitist pressað í jarðveginn.

laugardagur, nóvember 18

Rauður glerungur


Pottery stall, upphafleg mynd frá ryoko-sha.

Ég spurði Ásrúnu hvað a glerungslitur væri erfiðast að fá og hún sagði að það væri rauður þ.e. í hábrenndum leir og rauði litirnir væru oft eitraðir. Ég las einhvers staðar að úraníum hafi verið notað í sérstakan appelsínugulan lit.

Er hægt að glerja steina?


pottery, upphafleg mynd frá klikomatic.

þetta eru sjávarsorfin leirbrot. Ég er að spá í hvort hægt sé að glerja steina og/eða líma náttúrulega steina við leirmuni í glerungsbrennslu. Glerungur virkar jú líka sem eins konar lím og það verður að passa að glerungur sé ekki neðst á munum, annars festast þeir við ofninn.

Hverfi leirkerasmiða


Biker and pottery, upphafleg mynd frá sinosplice.

Sums staðar er leirkerasmíði stór atvinnugrein. Hér er mynd úr leirkerahverfinu í jingdezhen í Kína.

Leðurharður leir


Pottery, upphafleg mynd frá Heather & Mike.

Ég er að gera tilraunir með að rista mynstur í leðurharðan leir með von um að geta svo látið glerung setjast í mynstrið og fá eitthvað svona út. En ég skil ekki hvernig þessi leirmunur hefur verið gerður - hvernig er hægt að láta glerunginn bara fara ofan í rispurnar.

Kannski hefur hluturinn verið vaxborinn fyrst, síðan rist ofan í mynstrið svo vaxhúðin fari af og þar næst borinn á svona grænblár glerungur.

Glerungslitir


pottery in Chiang mai, upphafleg mynd frá kakade.

Einhvern tíma langar mig til að prófa að glerja leir með mjög sterkum litum. Þessir munir eru frá Chiang mai

Spekingur frá Ecuador


pottery, upphafleg mynd frá Rae Wilson.

Þetta eru leirstyttur frá Guayasamin museum í Ecuador. Heillandi svipur.

Endur fyrir löngu

Þessar endur virðast vera frá Kóreu og vera einhvers konar ílát.

Leirljós

Það væri gaman að gera einhvers konar ljósaskúlptúr úr leir, kertastjaki er einfaldasta leiðin en það vinnur nú ekki heitt sérstaklega með leirnum ef leirmunur er bara notaður til að láta ljós sitja á. Ég er frekar að pæla í einhvers konar verkefni þar leirformið myndar ljós og skugga - og hugsanlega eitthvað sem tengist ljósaseríum - ef til vill leirhlut með götum þar sem ég læt ljósaseríu með litlum ljósum.

Önnur hugmynd er að búa til lítil leirdýr með vængjum úr gleri og tengja þau við svona ljós. Ásrún sagði frá því að hún hefði sér út í Póllandi sniðugar leirfígúrur, það voru kynjadýr alla vega lit á leirfleti og upp úr honum vírar sem voru fætur dýranna. Svo hafi þau verið með glervængi. Ég held að þetta sé sniðug hugmynd en ekki endilega fyrir dýr með fætur. Ég er að spá í fugla og fiska. Muna eftir að gera ráð fyrir að hengja þá á einhverjar slár eða tengja við ljósaseríur. Það er sennilega mikilvægt að svoleiðis dýr sem eiga að svífa verði sem léttust. Ég ætla að prófa að gera dýr þar sem búkurinn er vafinn utan um dagblaðapappír.

Ásrún nefndi að hægt væri að gera léttar leirkúlur þannig, þá brynni pappírinn í ofninum og leirkúlurnar yrðu holar að innan og miklu léttari. Spurning hvort ekki sé hægt að smyrja leir á blöðrur t.d. til að gera sparibauka. Það ætti að vera hægt að blása upp blöðrur og þekja þær af pappír og smyrja svo leir utan á. Skilja eftir gat til að opna bauk. Svo ætti að vera hægt að ná blöðrunni út þegar leirinn hefur harðnar. Pappír má brenna með leirnum en blöðrur eru sennilega úr einhverju eiturefni sem ekki má fara í ofn. Ég þarf að pæla betur í ýmsum aðferðum til að forma leir.


Leirtenglar

Wikimedia Commons (myndasafn um leirpotta)

http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Pottery

Wikimedia Commons (myndasafn um rauðleir)
http://commons.wikimedia.org/wiki/Terracotta
uppruni myndar1
uppruni myndar 2
uppruni myndar3

sunnudagur, október 29

Leirvefur Ásdísar

Nemandi minn Ásdís Guðjónsdóttir gerði vefinn LEIR árið 2005. Ásdís er listamaður og vefurinn er afar fallegur og fróðlegur, þar eru til dæmis sérstök síða um sögu leirlistar á Íslandi, allt frá Guðmundi frá Miðdal til Koggu. Mér fannst gaman að rifja upp sögu leirsmiðjunnar Funa. Móðir mín vann um tíma í Funa og ég á einn leirbolla sem hún gerði þar. Svo á ég einhvers staðar mynd af starfsfólkinu í Funa í vinnuklæðum við leirmunina. Á þeim myndum er einnig Ásta skáldkona en hún vann í Funa á sama tíma og móðir mín Ásta.

Það er gaman að spá í hvað saga leirlistar á Íslandi er samofin hverfinu mínu og hverfi bernsku minnar Laugarnesinu, Gestur og Sigrún bjuggu hérna í nágrenninnu og leirverkstæði þeirra hét Laugarnesleir og svo býr Kogga að ég best veit ennþá í Laugarnesfjörunni þar sem braggahverfi bernsku minnar stóð.

Ég fann síðu um sýningu leirlistakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur f. 1934. Steinunn bjó á Hulduhólum í Mosfellssveit og hérna er vefurinn Hulduholar.com sem fjallar ítarlega um list Steinunnar.

þriðjudagur, október 17

Að búa til teketil


creating the teapot cylinder, upphafleg mynd frá quinnums.

Hérna er myndasafn á flickr sem fer í gegnum það þrep fyrir þrep hvernig má búa til teketil úr steinleir.
Slóðin er:
http://flickr.com/photos/quinn/sets/345257/

mánudagur, október 16

Leirstyttur í garði í Berlín


Clay figures in park in Berlin, upphafleg mynd frá Salvor.

Ég var hrifin af þessum leirstyttum sem munu vera í almenningsgarði í Berlín. Þessi stíll passar vel við jólastyttur úr íslensku vetrarríki.

Hátíð hinna dauðu


Dia de las Muertas figures, upphafleg mynd frá tinalouise.

Ég er að spá í að búa til einhverja fígúru sem tengist halloween eða dia del las Muertas. Nú eða bara haustinu og fallvaltleika heimsins.

Leirmenn


centering, upphafleg mynd frá metoc.

það er hrjúf áhrif og jarðtónar. Svona leirmenn myndu passa vel við efni eins og steinleir.

haniwa veggskreyting


haniwa, upphafleg mynd frá designdept.

Hér er veggskreyting á húsi í Japan, hugmyndin er sótt í haniwa fígúrur sem oft eru á leiðum og í kirkjugörðum.

Fígúrur í plastleir


TheKillers, upphafleg mynd frá moleratsgotnofur.

Þetta eru fígúrur gerðar í "polymer clay" sem ég held að sé föndurleir eða plastleir sem ekki þarf að hita. Ég þarf að kynna mér það nánar.

Leirfólk


Field, upphafleg mynd frá Trois Tetes (TT).

Skemmtilegt verkefni, hvert barn gerir eina leirfígúru í leirþjóðina.

Blómálfar


Haniwa, upphafleg mynd frá tetzl.

Þessar haniwa styttur eru eins og blómálfar eða jarðálfar.

Japanskur siður haniwa leirstyttur

Það er gamall siður í Japan að setja leirstyttur sem nefnast haniwa á leiði og í kirkjugarða.

Hammurabi cuneiform


Hammurabi cuneiform, upphafleg mynd frá stevenbeil.

Skrifað á vegginn


Cuneiform, upphafleg mynd frá evrimnazli.

Hér er skrift (fleygrúnir e. cuneiform) á musterisvegg í Tyrklandi.

Fleygrúnir


Cuneiform script, upphafleg mynd frá dwaas76.

Það væri sniðugt að búa til mynstur á leirkrúsir sem sótt væri til fleygrúna en það voru einmitt eitt fyrsta form á ritmáli - tákn mótuð í blautan leir.

Steypuklumpur með keramík


camel. light., upphafleg mynd frá Bright Green Pants.

Leirstytta í garði


Podarge, upphafleg mynd frá RayCreation.

Leirinn málaður


Painter girls, upphafleg mynd frá Kien_4x4.

Renndur leir


Give it a shape, upphafleg mynd frá Kien_4x4.

Leirkonur


Girls, upphafleg mynd frá Kien_4x4.

Einföld form, mismunandi útfærslur.

Keramíkmálun


Phu` La~ng Ceramic painting, upphafleg mynd frá Kien_4x4.

Það gæti verið gaman að mála á svona stórar flísar