Ég var að skoða íslenskar myndaflokk um rjúpur. Ég er núna að klára rauðleirinn og ég gæti alveg hugsað mér að gera nokkrar rjúpur í vetrarbúningi og glerja þær með hvítum glerungi. Reyna að láta sjást sums staðar í brúnan leirinn svona eins og breytingu milii vetrar- og sumarbúnings.
Rjúpur hafa fallegt form sem fer vel í leir. Ég á litla leirstyttu af tveimur rjúpum í sumarbúningi frá Funa. Annars skrifaði ég á sínum tíma grein um rjúpur á íslensku Wikipedia.
miðvikudagur, nóvember 29
Rjúpnaflokkur
þriðjudagur, nóvember 28
Frá Ásrúnu: glerungar og leir, söluaðilar o.fl.
Um söluaðila:
1) P Guðmundsson ehf flytur inn vörur frá Potterycrafts LTD
P.Guðmundsson ehf.,
Sogavegi 146, 108 Reykjavík,
sími/fax 5532484, gsm 893-5701.
2) Glit (sölusíða)
Um leirinn
Rauðleir P 1320
Steinleir P1400
Leir fæst í 25 kg pokum. Ásrún brennir rauðleir P1320 í 1000°, 1200° ef aðeins er brennt einu sinni en 1260° þegar rauðleir er glerjaður með hábrennsluglerungum. Steinleir P1400 er alltaf brenndur fyrst í 1000° , síðan glerjaður og brenndur aftur í 1260°
Um glerunga:
Sjá glærur frá Ásrúnu um glerunga
Glerungagrunnur:
Pottaska Feldspar P3316 ( hlutföll 85% af Feldspar á móti 15% Whiting )
Whiting P3346
Litur saman við glerungagrunn:
BLÁTT Cobalt Carbonate P3402 1-3%
GRÆNT Copper carbonate P3404 3-7%
Járnoxýð P3411
hvítt/glært Titanium dioxide P3362 (3% fyrir hálfglæran 6% fyrir hvítan)
Í hafraglerung þarf auk þess Dolomite P3315 China clay P3309"
Sigti
Vax
Hér er viðbót um það sem ég hef fundið um glerunga á Netinu
frá Eldsto.is en þar eru dæmi um Búðardalsglerunga
Glerungur me ð úraníum (ábyggilega baneitrað)
Svo er hér tengill í nám í keramikdeild myndlistaskólans í Reykjavík
Kogga og fleiri íslenskir leirlistamenn
og hún sagði mér akkúrat ekkert um list hennar. Ég velti fyrir mér hvaða tilgang svona vefir eins og UMM hafa. Mér virðist enginn tilgangur í dag fyrir almenning að slíku og sumt er bara stuðandi og sýnir hvað svona upplýsingaveitur eru á skjön við nútímann. það er löng klásúla á öllum síðum um höfundarréttarlög. Af hverju í ósköpunum eru ekki einhverjar myndir t.d. ein eða tvær hjá hverjum listamanni sem eru með CC höfundarréttarleyfi? Ef svo væri þá gætu skólanemar notað myndirnar til að kynna viðkomandi höfunda og búa til efni um myndlist. Ég gæti t.d. notað myndir frá íslenskum leirlistamönnum á þessu bloggi til að fjalla um leirlist hérlendis. Mér sýnist þessi vefur UMM vera alveg steinrunninn og þjóna litlum tilgangi í dag nema bara sem uppflettirit fyrir listfræðinga og þá sem stjórna sýningahaldi. Meira segja myndirnar af verkunum eru allt of litlar og óskýrar að þær gefa ekki nógu góða mynd af list viðkomandi. Svo fann ég engar myndir af verkum Koggu. Reyndar er sennilegt að þessi vefur sé bara nokkurra ára gamall og ekki haldið við.
Annars fann ég hérna vefsíður Kristínar um leirlist
hér sýnir hún hvernig hún býr til leirskál með laufblaðsmynstri
Hér er UMM síðan um Ólöfu Erlu Bjarnadóttur
og hér er vefsíðu Kirsuberjatréssins
Handverk og hönnun er með lista yfir leirlistamenn
Þóra Breiðfjörð
Kristín Sigfríður ( subba.is)
Helga Kristín Unnarsdóttir er með myndasíðu af verkum sínum
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir (ash.is)
Ég sé líka sums staðar á sveitabæjum eru leirmunagerð eins og leirhestar.is
Um leirvinnustofuna Okkur
fimmtudagur, nóvember 23
Leirhlutir sem ætlað er að snerta matvæli
Umhverfisstofnun hefur gefið út Nýjar reglur um leirhluti sem ætlað er að snerta matvæli en samkvæmt reglugerð frá 30. maí sem byggð er á tilskipunum Evrópusambandsins.
Glerungur á leirmunum getur innihaldið blý og kadmíum og reglugerðin kveður á um hvert hámark þessara efna má vera. Vísbendingar eru um að leirhlutir sem eru ríkulega litskreyttir geti innihaldið mikið magn af blýi, kadmíum og öðrum þungmálmum. Aldrei má nota leirhluti sem geymslu undir matvæli nema öruggt sé að þeir séu sérstaklega gerðir til þess. Sérstaklega skal varast að nota leirhluti undir súr matvæli eins og ávaxtagrauta, ávaxtasafa og vín.
Skrifleg yfirlýsing skal fylgja leirhlutum sem seldir eru á evrópska svæðinu. Leirhlutur er hlutur sem fást þegar blanda af kísil og leir er hert í eldi. í blöndunni getur einnig verið lítið magn lífrænna efna. Leirhluti má glerhúða, smelta og skreyta.
Sjá einnig glærurnar Leirhlutir og önnur umbúðaefni í snertingu við matvæli
sunnudagur, nóvember 19
Leirsvínahjörð í garðinum
Því miður skemmir næturfrost leirmuni, það er sennilega ekki hægt að sleppa svona leirdýrahjörð á beit í íslenskum görðum.
Laufblöð og dúkar
Það er hægt að pressa mynstur og form í leir með því að nota laufblöð og svo útsaumaða dúka. Þetta er sama tækni og steingervingar - dýrin eru löngu horfin en mót þeirra varðveitist pressað í jarðveginn.
laugardagur, nóvember 18
Rauður glerungur
Ég spurði Ásrúnu hvað a glerungslitur væri erfiðast að fá og hún sagði að það væri rauður þ.e. í hábrenndum leir og rauði litirnir væru oft eitraðir. Ég las einhvers staðar að úraníum hafi verið notað í sérstakan appelsínugulan lit.
Er hægt að glerja steina?
þetta eru sjávarsorfin leirbrot. Ég er að spá í hvort hægt sé að glerja steina og/eða líma náttúrulega steina við leirmuni í glerungsbrennslu. Glerungur virkar jú líka sem eins konar lím og það verður að passa að glerungur sé ekki neðst á munum, annars festast þeir við ofninn.
Hverfi leirkerasmiða
Sums staðar er leirkerasmíði stór atvinnugrein. Hér er mynd úr leirkerahverfinu í jingdezhen í Kína.
Leðurharður leir
Ég er að gera tilraunir með að rista mynstur í leðurharðan leir með von um að geta svo látið glerung setjast í mynstrið og fá eitthvað svona út. En ég skil ekki hvernig þessi leirmunur hefur verið gerður - hvernig er hægt að láta glerunginn bara fara ofan í rispurnar.
Kannski hefur hluturinn verið vaxborinn fyrst, síðan rist ofan í mynstrið svo vaxhúðin fari af og þar næst borinn á svona grænblár glerungur.
Glerungslitir
Einhvern tíma langar mig til að prófa að glerja leir með mjög sterkum litum. Þessir munir eru frá Chiang mai
Leirljós

Önnur hugmynd er að búa til lítil leirdýr með vængjum úr gleri og tengja þau við svona ljós. Ásrún sagði frá því að hún hefði sér út í Póllandi sniðugar leirfígúrur, það voru kynjadýr alla vega lit á leirfleti og upp úr honum vírar sem voru fætur dýranna. Svo hafi þau verið með glervængi. Ég held að þetta sé sniðug hugmynd en ekki endilega fyrir dýr með fætur. Ég er að spá í fugla og fiska. Muna eftir að gera ráð fyrir að hengja þá á einhverjar slár eða tengja við ljósaseríur. Það er sennilega mikilvægt að svoleiðis dýr sem eiga að svífa verði sem léttust. Ég ætla að prófa að gera dýr þar sem búkurinn er vafinn utan um dagblaðapappír.


Leirtenglar
Wikimedia Commons (myndasafn um leirpotta)
http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Pottery
Wikimedia Commons (myndasafn um rauðleir)
http://commons.wikimedia.org/wiki/Terracotta
uppruni myndar1
uppruni myndar 2
uppruni myndar3