fimmtudagur, nóvember 23

Leirhlutir sem ætlað er að snerta matvæli

Það geta verið ýmis eiturefni svo sem blý og cadmium í glerungi á leirmunum. Blý getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og valdið blóðleysi hjá fullorðnum en skert vitsmunaþroska barna. Kadmúm safnast fyrir í líkamanum og veldur nýrnatruflunum og beinskemmdum og getur haft áhrif á frjósemi.

Umhverfisstofnun hefur gefið út Nýjar reglur um leirhluti sem ætlað er að snerta matvæli en samkvæmt reglugerð frá 30. maí sem byggð er á tilskipunum Evrópusambandsins.

Glerungur á leirmunum getur innihaldið blý og kadmíum og reglugerðin kveður á um hvert hámark þessara efna má vera. Vísbendingar eru um að leirhlutir sem eru ríkulega litskreyttir geti innihaldið mikið magn af blýi, kadmíum og öðrum þungmálmum. Aldrei má nota leirhluti sem geymslu undir matvæli nema öruggt sé að þeir séu sérstaklega gerðir til þess. Sérstaklega skal varast að nota leirhluti undir súr matvæli eins og ávaxtagrauta, ávaxtasafa og vín.

Skrifleg yfirlýsing skal fylgja leirhlutum sem seldir eru á evrópska svæðinu. Leirhlutur er hlutur sem fást þegar blanda af kísil og leir er hert í eldi. í blöndunni getur einnig verið lítið magn lífrænna efna. Leirhluti má glerhúða, smelta og skreyta.

Sjá einnig glærurnar Leirhlutir og önnur umbúðaefni í snertingu við matvæli

Engin ummæli: