miðvikudagur, desember 13
Uppréttar kisur
Skemmtileg form á kisum úr leir. Sérstaklega finnst mér flott að hafa þær svona bröndóttar. Ætli það sé hægt ef maður vinnur með hábrenndan steinleir?
Haus
Mig langar til að gera hauspotta og hér er athyglisverður stíll. Minnir mig svolítið á inkamyndir eða dýramynd því augun eru á hliðunum eins og á dýri sem þarf að óttast hættu. Samt eru vígtennur og munnur eins og á rándýri.
mánudagur, desember 11
sunnudagur, desember 10
Efnafræði og leir
Leirmótun og glerjun leirs er mjög nátengt efnafræði. Sennilega verða allir sem vilja ná árangri með leir að læra smávegis í efnafræði til að geta sjálfir blandað sína glerunga.
Það hvernig leir myndast og hinir mismunandi eiginleikar eru hluti af jarðsögu heimsins. Leir sem er að harðna umbreytist úr deigi yfir í leðurhart efni sem auðvelt er að rispa í og síðan í brothættan leir. Eftir brennslu en komið allt annað efni, agnirnar hafa límst saman. Eftir glerungsbrennsluna þá hefur annað efni runnið yfir yfirborðið og bráðnað þar.
Það er líka nauðsynlegt að læra um efnafræði út af öryggissjónarmiðum og hollustuháttum. Glerungar eru sérstaklega varasamir.
Það eru til leirlistamenn sem sameina þetta, sjá t.d. flickr notandann http://www.flickr.com/photos/potier/ en hann er sérfræðingur í eitrunum og hefur skrifað bók um það. Hann býr gjarnan til sína glerunga úr úrgangsefnum úr verksmiðjum í nágrenni þess þar sem hann býr.
Meira um verkfæri

Verkfæri til að búa til hreistrið á drekum, mót fyrir flísar (asserted tile cutters), mótunarverkfæri (steel trim tools), sleði til að skera margar leirflísar í einu (multi slab cutter)





föstudagur, desember 8
Verkfæri
Nú er hins vegar kominn tími hjá mér til að huga að betri verkfærum, ég sakna þess að hafa ekki heima hjá mér sérstök leirverkfæri eins og Ásrún er með í tímunum, sérstaklega finnst mér ég þurfa hnífa til að skera út leirinn og einhver verkfæri til slétta leirinn og búa til fíngerð form eins og andlitsdrætti.
Hér er mynd af leirverkfærum (pottery and clay sculpting tool kit) og er er upp talið nöfn á verkfærunum: "Loop Tool, Potter’s Rib. needle Tool, Ribbon Tool, Wood Modeling Tool, Toggle Clay Cutter, Synthetic Sponge and Scaper."
Tools of the trade
sunnudagur, desember 3
Höfuð
Ég ætla að prófa ap búa til lítið höfuð úr leir. Seinna ætla ég að prófa að gera stærri leirhöfuð sem eru opin að ofan og eru líka blómapottar þar sem gróðurinn flæðir niður eins og hár.
Ennþá ein leirbrúðan
Mér finnst þessar leirbrúður svo skemmtilegar og einfaldar. Það væri gaman að gera nokkrar brúður í þessum stíl
Málað á leir
Ég ætla að prófa að mála á rauðleir sem er aðeins brenndur einu sinni. Svona fígúrur væri sniðugar til að prófa það.
Leirbrúður
Ég ætla að prófa að gera leirlíkneski í svona stíl, ég held að þetta sé japönsk eða kínversk áhrif. Neflaust, langt á milli augna, ávöl og hringlaga form, eins og uppblásnar plastfígúrur. Hugsanlega sprettur þetta upp úr tölvuteikningu, auðveldast að teikna svona form í þrívíddarmyndum.
Höfuðið er í yfirstærð og gjarnan einhvers konar höfuð innan í höfði - svona eins og hetta sem lætur brúðuna líkja eftir dýri.