sunnudagur, desember 10

Efnafræði og leir


C/9½ Redux Floating Blue, upphafleg mynd frá Tournette.

Leirmótun og glerjun leirs er mjög nátengt efnafræði. Sennilega verða allir sem vilja ná árangri með leir að læra smávegis í efnafræði til að geta sjálfir blandað sína glerunga.

Það hvernig leir myndast og hinir mismunandi eiginleikar eru hluti af jarðsögu heimsins. Leir sem er að harðna umbreytist úr deigi yfir í leðurhart efni sem auðvelt er að rispa í og síðan í brothættan leir. Eftir brennslu en komið allt annað efni, agnirnar hafa límst saman. Eftir glerungsbrennsluna þá hefur annað efni runnið yfir yfirborðið og bráðnað þar.

Það er líka nauðsynlegt að læra um efnafræði út af öryggissjónarmiðum og hollustuháttum. Glerungar eru sérstaklega varasamir.

Það eru til leirlistamenn sem sameina þetta, sjá t.d. flickr notandann http://www.flickr.com/photos/potier/ en hann er sérfræðingur í eitrunum og hefur skrifað bók um það. Hann býr gjarnan til sína glerunga úr úrgangsefnum úr verksmiðjum í nágrenni þess þar sem hann býr.

Engin ummæli: