Ég er byrjuð aftur á leirmótunarnámskeiði hjá Ásrúnu. Í gærkvöldi vorum við að gera litla hluti og ég prófaði að móta litla hluti eins og nælur úr postulínsleir. Áður höfðum við verið með grófan leir, skúlptúrleir. Mig langar til að prófa líka að móta leir í svona formum.
Ég velti fyrir mér hvernig hægt er að búa til svona mót sem smellast saman. Ég geri ráð fyrir að þau séu úr gipsi, við prófuðum fyrir jól að gera gipsmót og helltum svo í þau fljótandi postulínsleir.
Hér eru vefslóðir um hvernig eigi að búa til mót.
slip casting
ágætar byrjunarleiðbeiningar
http://www.basic-stuff.com/hobbies/ceramics/slip-casting.htm
lýsing á hvernig svona mótagerð fer fram í verksmiðju
http://ads.easyinfo.co.za/htm/custom/maranatha/tour.htm
http://www.dynacer.com/slip_casting.htm
http://ceramic-studio.net/ceramic-techniques/slipcasting/
http://www.facepots.com/production/factory.htm
http://www.lenham-pottery-models.co.uk/moldmaking/index_mold.html
Engin ummæli:
Skrifa ummæli