Ein af fremstu leirlistamönnum á Íslandi er Kogga. Hún hefur sérstakan stíl og nú er ég að spá í hvernig hún fer að því að ná fram þessum litabrigðum á leirmunum. Það er sérstakur vefur www.kogga.is um hana en þar vantar því miður kaflann um tæknileg atriði. Ég skoðaði líka síðu um Koggu á UMM
og hún sagði mér akkúrat ekkert um list hennar. Ég velti fyrir mér hvaða tilgang svona vefir eins og UMM hafa. Mér virðist enginn tilgangur í dag fyrir almenning að slíku og sumt er bara stuðandi og sýnir hvað svona upplýsingaveitur eru á skjön við nútímann. það er löng klásúla á öllum síðum um höfundarréttarlög. Af hverju í ósköpunum eru ekki einhverjar myndir t.d. ein eða tvær hjá hverjum listamanni sem eru með CC höfundarréttarleyfi? Ef svo væri þá gætu skólanemar notað myndirnar til að kynna viðkomandi höfunda og búa til efni um myndlist. Ég gæti t.d. notað myndir frá íslenskum leirlistamönnum á þessu bloggi til að fjalla um leirlist hérlendis. Mér sýnist þessi vefur UMM vera alveg steinrunninn og þjóna litlum tilgangi í dag nema bara sem uppflettirit fyrir listfræðinga og þá sem stjórna sýningahaldi. Meira segja myndirnar af verkunum eru allt of litlar og óskýrar að þær gefa ekki nógu góða mynd af list viðkomandi. Svo fann ég engar myndir af verkum Koggu. Reyndar er sennilegt að þessi vefur sé bara nokkurra ára gamall og ekki haldið við.
Annars fann ég hérna vefsíður Kristínar um leirlist
hér sýnir hún hvernig hún býr til leirskál með laufblaðsmynstri
Hér er UMM síðan um Ólöfu Erlu Bjarnadóttur
og hér er vefsíðu Kirsuberjatréssins
Handverk og hönnun er með lista yfir leirlistamenn
Þóra Breiðfjörð
Kristín Sigfríður ( subba.is)
Helga Kristín Unnarsdóttir er með myndasíðu af verkum sínum
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir (ash.is)
Ég sé líka sums staðar á sveitabæjum eru leirmunagerð eins og leirhestar.is
Um leirvinnustofuna Okkur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli