laugardagur, nóvember 18

Leirljós

Það væri gaman að gera einhvers konar ljósaskúlptúr úr leir, kertastjaki er einfaldasta leiðin en það vinnur nú ekki heitt sérstaklega með leirnum ef leirmunur er bara notaður til að láta ljós sitja á. Ég er frekar að pæla í einhvers konar verkefni þar leirformið myndar ljós og skugga - og hugsanlega eitthvað sem tengist ljósaseríum - ef til vill leirhlut með götum þar sem ég læt ljósaseríu með litlum ljósum.

Önnur hugmynd er að búa til lítil leirdýr með vængjum úr gleri og tengja þau við svona ljós. Ásrún sagði frá því að hún hefði sér út í Póllandi sniðugar leirfígúrur, það voru kynjadýr alla vega lit á leirfleti og upp úr honum vírar sem voru fætur dýranna. Svo hafi þau verið með glervængi. Ég held að þetta sé sniðug hugmynd en ekki endilega fyrir dýr með fætur. Ég er að spá í fugla og fiska. Muna eftir að gera ráð fyrir að hengja þá á einhverjar slár eða tengja við ljósaseríur. Það er sennilega mikilvægt að svoleiðis dýr sem eiga að svífa verði sem léttust. Ég ætla að prófa að gera dýr þar sem búkurinn er vafinn utan um dagblaðapappír.

Ásrún nefndi að hægt væri að gera léttar leirkúlur þannig, þá brynni pappírinn í ofninum og leirkúlurnar yrðu holar að innan og miklu léttari. Spurning hvort ekki sé hægt að smyrja leir á blöðrur t.d. til að gera sparibauka. Það ætti að vera hægt að blása upp blöðrur og þekja þær af pappír og smyrja svo leir utan á. Skilja eftir gat til að opna bauk. Svo ætti að vera hægt að ná blöðrunni út þegar leirinn hefur harðnar. Pappír má brenna með leirnum en blöðrur eru sennilega úr einhverju eiturefni sem ekki má fara í ofn. Ég þarf að pæla betur í ýmsum aðferðum til að forma leir.


Leirtenglar

Wikimedia Commons (myndasafn um leirpotta)

http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Pottery

Wikimedia Commons (myndasafn um rauðleir)
http://commons.wikimedia.org/wiki/Terracotta
uppruni myndar1
uppruni myndar 2
uppruni myndar3

Engin ummæli: