Ég er að gera tilraunir með að rista mynstur í leðurharðan leir með von um að geta svo látið glerung setjast í mynstrið og fá eitthvað svona út. En ég skil ekki hvernig þessi leirmunur hefur verið gerður - hvernig er hægt að láta glerunginn bara fara ofan í rispurnar.
Kannski hefur hluturinn verið vaxborinn fyrst, síðan rist ofan í mynstrið svo vaxhúðin fari af og þar næst borinn á svona grænblár glerungur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli