sunnudagur, október 29

Leirvefur Ásdísar

Nemandi minn Ásdís Guðjónsdóttir gerði vefinn LEIR árið 2005. Ásdís er listamaður og vefurinn er afar fallegur og fróðlegur, þar eru til dæmis sérstök síða um sögu leirlistar á Íslandi, allt frá Guðmundi frá Miðdal til Koggu. Mér fannst gaman að rifja upp sögu leirsmiðjunnar Funa. Móðir mín vann um tíma í Funa og ég á einn leirbolla sem hún gerði þar. Svo á ég einhvers staðar mynd af starfsfólkinu í Funa í vinnuklæðum við leirmunina. Á þeim myndum er einnig Ásta skáldkona en hún vann í Funa á sama tíma og móðir mín Ásta.

Það er gaman að spá í hvað saga leirlistar á Íslandi er samofin hverfinu mínu og hverfi bernsku minnar Laugarnesinu, Gestur og Sigrún bjuggu hérna í nágrenninnu og leirverkstæði þeirra hét Laugarnesleir og svo býr Kogga að ég best veit ennþá í Laugarnesfjörunni þar sem braggahverfi bernsku minnar stóð.

Ég fann síðu um sýningu leirlistakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur f. 1934. Steinunn bjó á Hulduhólum í Mosfellssveit og hérna er vefurinn Hulduholar.com sem fjallar ítarlega um list Steinunnar.

Engin ummæli: